INNIHALD:
Mysa.
Mysa verður til við skyrgerð. Í skyri eins og öðrum sýrðum mjólkurvörum eru mjólkursýrugerlar. Auk þess einkenna gersveppir þessa séríslensku mjólkuafurð og gefa henni sérstakt bragð og áferð. Gerlaflóra mysu, bragð og gæði, samsvarar algerlega skyrinu sem hún er síuð frá. Mjókursýrugerlarnir kljúfa mjólkursykur og mynda mjólkursýru. Þess vegna getur mysa orðið eldsúr. Öldum saman var sýra svaladrykkur Íslendinga og gerði þjóðinni kleift að verja kjöt- og fiskmeti skemmdum